12.2.2008 | 19:51
Hús gleðinar
Svona til að kóróna hin frábæra gærdag vaknaði ég klukkan tvö í nótt. PARTÝ!!!!!! á Hlégarði, aðfaranótt þriðjudags. Ég hugsaði margt ljótt þar sem ég lá undir hlýrri sænginni og íhugaði hvort ég ætti að nenna að stökkva framúr til að fara fram og skammast. Ákvað að bíða átekta, hugsanlega gæti ég sofnað aftur. Klukkutíma seinna var gleðin ennþá í fullum gangi og menn augljóslega komnir á það sig er þeir álíta sig heimsins bestu söngmenn. Það er líklega best að taka það fram að í nótt voru heimsins bestu söngmenn EKKI staddir á Hlégarði. Langt því frá!!!!
Á þeim tímapunkti var ég hætt að hugsa margt ljót og farin að segja margt ljótt. Geðvonskan varð ,að lokum, lönguninni til að kúra undir hlýrri sænginni yfirsterkari. Ég geystist því á fætur og stormaði fram í græna náttsloppnum mínum, mjög sennilega ekki sérlega frýnileg, úfin og geðvond. Lét nokkur vel valin orð falla í reykmettuðu eldhúsi sambýlisins. Skellti svo á eftir mér hurðinni og strunsaði aftur inn í íbúðina mína. Eitthvað sljákkaði í liðinu en ég var hins vegar komin í hvílíkan ham að ég sofnaði ekki fyrr en undir morgun, svaf yfir mig og mætti hálftíma of seint í vinnuna
Ég hygg því á hefndir við tækifæri
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsaðu bara til yndislega lognsins í Oslo þegar vindarnir þjóta á eyrinni.... Hér er vor í lofti ...svo er ekkert að því að láta fólk heyra það þegar það á það skilið .... huffff hvað það eru mörg ÞAÐ í þessari færslu!!
Sigga frænka (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:56
Í ljósi tveggja síðustu færsla þá álykta ég að þú sért að breytast í grumpy kellingu, og þess stutt að bíða að þú farir að hringja inn í útvarpsþætti og nöldra.
Óðinn (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.