8.5.2008 | 21:49
Að sofa eða ekki sofa
Og ég held áfram að vakna um miðjar nætur. Í gær var það kl 5 og í morgun kl rúmlega 4. Ég fór út í göngutúr í gær en ákvað að fara ekki fet í morgun þar sem ég hafið lagt að baki umtalsvert marga kílómetra eftir vinnu í gær á hjóli í mígandi rigningu og talsverðum mótvindi. Annars held ég að það væri bara ekki svo vitlaust að notfæra sér þessi óvæntu minni svefnþörf til að gera ýmislegt sem ég annars ekki kemst yfir að gera. Ég hef hvort eða er alltaf verið að býsnast yfir þessum tíma sem maður eyðir í að sofa.
Annars er það helst í fréttum að sauðburður hófst hjá mér í dag og er þar með hálfnaður. Afrakstur dagsins ku vera hvítur hrútur og svarblesótt, sokkótt gimbur. Kollótt metfé að sjálfsögðu undan henni Botnu minni (a.k.a Gjöf) og sæðishrútnum Lykli. Nú svo við höldum okkur við fréttir af búfénaði þá er Litla Jörp öll að braggast, sárið nær gróið og hún að verða óhölt.
Annars dauðlangar mig í bjór en ísskápurinn er tómur, líklega verður að bruna í Borgarnes á morgun og kaupa inn eitt og annað sem skortir á þessu heimili.
yfir og út
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég borgarbarnið,hefir í mörg ár langað að flytja úr sollinum í Reykjavík,vonandi kemur að því.Sem gutti var maður mikið í sveit og það að hafa verið í sveit er fastast af öllu í minningu manns,um leið og maður er kominn hálftíma frá Reykjavík,þá er einsog að það komi önnur sál inní mann,þægileg sál. Íslensk náttúra kemur sífellt á óvart,gangi ykkur mér ókunnuga fólk allt í haginn .Hvergi er maður í eins mikilli snertingu við land sitt en í sveitinni.Sigmundarstaðir í Borgarfirði,var einn af mínum sveitastöðum,,,,,,,möööörg ár síðan.
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:19
Þegar þú segir Kollótt, meinarðu þá ekki örugglega Kollu-ótt? Held þetta hljóti að vera stafsetninarvilla
Kolla (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.