28.5.2008 | 16:54
Verð nú eiginlega að kommenta á þetta
Ég átti nefnilega mjög svo ákafar umræður við grísk-kaþólskt fyrrverandi viðhengi um akkúrat þetta. Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að þetta hafi verið rökræður því í rökræðum verða menn að notast við rök.
Ég reyndi af miklum móð að sýna fram á að þetta væru algerlega fáránlegar dillur enda vita allir sem mig þekkja að í mínum huga eru trúarlegarforsendur tómt píp. Ég náði bara einfaldlega ekki að höndla það konsept að einhverjum dytti í hug að taka þetta alvarlega og hvað þá vel menntaður tiltölulega frjálslyndur ungur maður og reyndar einhverjar nokkrar milljónir annara trúbræðra og systra hans.
Aukin heldur þoli ég bara ekki svona "af því bara" rök sérstaklega ekki þegar þau fara saman við ákaflega mikin tvískinnungshátt svo ég minnti hann kurteislega á þá staðreynd að hann byggi nú í óvígðri sambúð með ungri konu sem væri ekki bara af lútersku bergi brotin heldur væri algerlega trúlaus, og það hlyti að vera að minsta kosti jafn slæmt og ef einhver vesalings kona tæki upp á því að klífa fjöll í Grikklandi (svona til útskýringar komst ég að því á ferð minni um hið rómversk-kaþólska land Rúmeníu að það að vera lútherstrúar jaðrar við heiðingsskap).
Ég benti honum einnig á það að ég gæti vel hugsað mér að ganga á helvítis fjallið ef ég væri í nágreninu (reyndar var ég stödd í Aþenu sem er reyndar nær en maður er oftast staddur). Hann horfið á mig eins og ég væri snar sturluð manneskja. Mig langaði mest að staðfesta þá kenningu hans með því að berja hann í hausinn.
Er að spá í að slá á þráðin til hans núna og athuga hvort heimsendir sé í nánd
Þúsund ára gamalt kvennabann brotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahah bid ad heilsa Razvan og segdu honum ad tu og frænka tin (semsagt eg) seu mikid ad hugsa um goda fjallgøngu a fjallid tad arna....og frekar tvisvar en einu sinni!!!!
Sigga frænka (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:28
Ég skal koma með - ef þú leggur á fjallið góða - ekki spurning. Fór einmitt að velta fyrir mér þessum göngutúr, þegar ég las fréttina
e (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:00
hahahah sælar:) gaman að þessu
Arnar Hólm Ármannsson, 2.6.2008 kl. 21:32
Hvað voru þessar kellingar að þvælast erindisleysu upp á fjall. Voru þær að leita að kindun eða hvað! Held þeim hefði verið nær að halda sig heima í eldhúsinu.
Larfurinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.