Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
19.7.2007 | 09:46
Látum verkin tala
Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 09:31
Fjallgöngur
Fór með Mæju frænku og fleirum í fjallgöngu upp á Laufáshnjúk í gærkveldi í frábæru veðri. Hnjúkurinn er 662 metra hár (segir google) og tiltölulega léttur göngutúr þar upp. Því miður var myndavélin ekki með í för en ætla, við tækifæri, að ræna nokkrum myndum frá Hákoni bróður úr fjallgöngu fyrradagsins sem var með Jóni og Hákoni, upp á fjallið heima, suður heiði og niður hjá Garðsá. Það er því ekki laust við smá eymsli í lærum í dag en merkilega lítið samt. Hugsa að ég reyni að komast upp á Súlur fyrir haustið og fara Gönguskarðið. Þá ætti maður að vera orðin sæmilega gangnafær
Yfir og út í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 13:46
Ófögnuður
Þeir sem þekkja mig vita að ég læt suma hluti fara ákaflega mikið í taugarnar á mér. Efstur á þeim lista trónir um þessar mundir, maðurinn sem stendur alla daga undir glugganum á skrifstofunni minni og reykir. Ég þarf að fara að gera einhverjar ráðstafanir við þessum ófögnuði. Tvær hugmyndir standa upp úr hjá mér þessa stundina. Önnur er sú að fá mér reykskynjara og setja í gluggann. Há skerandi hljóð hafa lögnum verið notuð til að fæla burt allskonar óværu. Ókosturinn er sá að ég þarf þá að þola þessi sömu háu skerandi hljóð. Að minnsta kosti þangað til að búið er að skilyrða manninn. Hin hugmyndir en mun einfaldari í framkvæmd og felst í því að hafa ætíð vatnsfötu til taks í glugganum svo auðvelt sé að láta gossa úr henni niður. Nokkuð frumstæðari aðferð en líkleg til að virka ágætlega.
Spurning hvora ég á að velja. Nema náttúrulega að ég prófi báðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 10:40
Tour de Eyjafjörður
Ég keyrði í vinnuna í dag. Því fengu smáfuglarnir ekki að njóta íðilfagurrar söngraddar minnar í morgun og gátu sofið frameftir.
Annars varð ég fyrir merkilegri upplifun á heimleiðinni í gær. Ég fór fram úr bíl, nánar tiltekið rauðri Toyotu Corollu. Hér ítreka ég enn og aftur að ég ferðaðist um á reiðhjóli í gær. Ég vildi að ég gæti látið fylgja sögunni að ástæðan fyrir þessum framúrakstri væri afkastageta mín á reiðhjólinu, en svo er því miður ekki. Engu að síður fann ég örlítð til mín. svona smá Tour de France fílingur, nú eða Formúla 1. Mér fannst ég sýna mikil tilþrif í þessum framúrakstri, skaust framúr á beina kaflanum (fyrir neðan Krókstaði fyrir þá sem til þekkja).
Maðurinn á Córollunni sýndi gríðarlega einbeitni við aksturinn þar sem hann geystist áfram á að minnsta kosti 15-20 km/klst. Ég var að hugsa um að banka á hliðarrúðuna hjá honum. Benda honum á að á þessum vegi væri 90 km hámarkshraði, en ég hætti við. Mér leist þannig á manninn að best væri að trufla hann ekki við aksturinn, hann hélt sig þó alla veganna á sínum vegarhelmingi og meðan hann rígheldi svona í stýrið þá væri lítil hætta á að hann færi að rása útaf honum. Vegurinn lá þráðbeinn framundan og engin þörf fyrir hann að taka neinar beygjur í bráð, líklega best að láta kyrrt liggja. Skemmst er frá því að segja að ég stakk manninn af. En mikið óskaplega óskaði ég þess heitt að ég hefði flautu á hjólinu, ég hefði svo gjarnan viljað senda honum smá flaut í kveðjuskyni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2007 | 16:39
Stórsmellir
Ég ákvað að henda inn einni færslu svona áður en ég held heim á leið svo ég skellti "Ljótu Hálfvitunum" á "fóninn" til að ná upp örlítið líflegri stemningu efitir daglangar spögulasjónir um haplotýpur, leturstærðir, töflur, myndir og fleira spennandi. Það var nefnilega þannig að í þeirri viðleytni minni til að gera eitthvað skemmtilegt, þ.e eitthvað annað en að vinna og sofa, þá fékk ég Konna bróðir og Þorbjörgu með mér í Ýdali síðasta laugadag á tónleika hjá Ljótu Hálfvitunum. Skemmst er frá því að segja að Hálfvitarnir heilluðu mig gersamlega upp úr skónum, eins einkennilega eins og það nú hljómar, og ég fjárfesti í tónsmíðunum á staðnum. Held bar að það hafi ekki verið svo slæm fjárfesting þegar allt kemur til alls. L'iklega blundar einhver Íri í mér þar sem allt sem eitthvað mynnir á írska þjóðlagatónlist veldur því að ég fæ fiðring í tærnar og fyllist óstjórnlegri löngun til að syngja. Því var það svo að í morgun fældi ég samviskusamlega up hvern einasta fugl sem á vegi mínum varð, þar sem ég söng ég hástöfum "Mamma þú djöflast í mér umtalsvert" og svo framvegis, alla leiðina Svertingsstaðir - Akureyri - á hjóli. Sennilega gott að fáir eru á ferli svona í morgunsárið. Spurning hvaða stórsmell ég á að velja fyrir heimleiðina. Kannski eitthvað sígilt eins og t.d "Wiskey in the jar".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 12:06
Tímabærir flutningar
Eins og glöggir netnotendur og lesendur Litfríðar hafa tekið eftir þá hef ég lagst í búferlaflutninga. Líklegast er þetta angi af þeirri tilhneigingu minni að dveljast ekki mjög lengi á hverjum stað og líklegast er vera mín á blog.central.is nokkurskonar því þar hef ég verið mun lengur en nokkur búseta hefur enst hjá mér um árabil. Því fannst mér tími til komin að flytja mig um set. Vonandi verðið þið dugleg að heimsækja mig hingað og endilega skiljið eftir ykkur spor
Kveðja í bili
GEH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar