Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 15:40
Grátt
Æ hvað það er allt í einu orðið haustlegt og þá svona grámyglulega haustlegt með rigningu. Hér hefur rignt stanslaust síðan ég kom (fyrir utan einn dag held ég). Norðurferð helgarinnar var felld niður vegna vinnu, ætla að bæta það upp með aukadegi næstu helgi, sjálfsagt verður það kærkomin upplyfting.
Góða helgi gott fólk og þið mættuð nú alveg skilja eftir ykkur spor ef þið lítið inn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 16:45
Hopsa......
.... eitthvað hef ég nú verið löt í blogginu þessa síðustu dag því varla getur þetta aumkunarverða uppandlits-blogg mitt talist vera merkilegt. Ég tel mig þó hafa afsakanir á reiðum höndum líkt og vera ber nú og ef þær duga ekki þá verð ég líklega bara að reyna að bæta mig eitthvað. Það helsta sem gerst hefur síðustu vikurnar er að ég tók mitt hafurtask saman og flutti mig um set til baka í íbúðina mína á Hvanneyri. Enda ekki seinna vænna þar sem kennsla var hafin hjá Lbhí og mín beið glænýr bekkur af nemendum.
Nú þar sem jafnan er skammt stórra högga á milli þá skellti ég mér í bekkjarhitting í Suðursveitina til Þóreyjar síðastliðna helgi í samfylgd Óðins og Karinar auk þess sem Gústav og Ásbjörn Óli slógust í hópinn. Var það hin ágætasti túr í alla staði en það skal viðurkennast að ég var pínu þreytt þegar ég kom heim í kotið klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldið eftir langa og stranga keyrslu.
Nú það helsta sem á döfunni er á næstunni er að nú um mánaðarmótin byrja ég í nýju starfi hjá BÍ auk þess sem ég held áfram í gamla starfinu sem doktorsnemi og stundakennari við Lbhí. Svo styttist náttúrulega í göngur og réttir. Alltaf nóg að gera og alltaf eitthvað spennandi að gerast
Læt ég þar með lokið uppfærslu á nýjustu atburðum en það er aldrei að vita nema mér detti í huga að setja eitthvað gullvægt hér inn ef sá gállinn er á mér.
Að lokum vil ég benda á að komnar eru nokkrar nýjar myndir úr fjölskyldugrillinu í sumar
yfir og út í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 17:52
Að vera eða ekki vera...
frummaður. Það virðist vera málið í dag. Voðalega er "uppandlit" annars einkennilegt orð. Ætli það sé raunverulega notað í íslensku eða er þetta bara léleg þýðing.
Annars sit ég enn á skrifstofunni sveitt við að búa til heimaverkefni fyrir nemendur því nú er allt farið af stað aftur enda komið haust og áhyggjuleysi sumarsins að baki
Góða helgi
Stutt uppandlit skýra aðdráttarafl Smith og Pitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 08:28
17. ágúst 2007
Fletti mogganum frá í gær yfir súrmjólkinni í morgun svona eins og ég er vön. Sá þar fyrirsögn á frétt sem hljóðaði eitthvað á þessa leið "Nemar flytja inn á varnarsvæðið". Meðfylgjandi mynd sýndi tvo einstaklinga (sem væntanlega eru umræddir nemar) rogast með hluta af búslóð sinni á milli sín -- risastóran flatskjá.
Svona er Ísland í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2007 | 17:19
og enn um Dani
Mér verður tíðrætt um Dani hérna, ég var nefnilega að lesa að Danir hafa beðið Íra afsökunar á ránum og gripdeildum á víkingaöld. Hvaða hel#$&%$ aumingjaskapur er nú það, alveg týpískt fyrir Dani. Þeir hafa sjálfsagt diskuterað þetta grundigt, sett nefnd í málið og komist að þeirri niðurstöðu að þetta lægi mjög á sálinni hjá Írum. Ég hef nú reyndar alltaf haft þá tilfinningu að Írar séu mjög til muna hressari og glaðlegri en Danir.
Ég man annars ekki til að hafa heyrt af því að þeir hafi beðið Íslendinga afsökunar á því að hafa stolið öllu steini léttara hér í gengnum aldirnar, svo forljótir danski kóngar gætu farið í stríð og lifað í vellystingum praktuglega, á meðan landinn drapst úr eymd og hor. Þeim væri nær að biðjast afsökunar á því. Ég lýsi hér með eftir afsökunarbeiðni, frá Dönum, til handa íslensku þjóðinni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 13:04
Jagger og Tina
Í dag eru víst 30 ár síðan Elvis dó og það ku vera haldið upp á það víða, sennilega einnig af því fólki sem heldur því fram að Elvis hafi ekki dáið.
Ég hef aldrei skilið þetta með Elvis. Jú jú hann á svo sem nokkur ágæt lög sem maður raular með þegar þau eru spiluð í útvarpinu. Þetta er alveg eins með Bítlana. Hef aldrei náð upp í þetta Bítlaæði, öskrandi múginn og grátandi konur sem falla í yfirlið. Líklega er þetta eins og svo margt annað "you had to be there"
Ég er hins vegar hrifin af Stones. Þeir eru líka enn að og láta ekki deigan síga. Við vitum öll hvernig fór fyrir Elvis, já og Bítlunum. Þess vegna finnst mér Jagger og félagar mun merkilegri en bæði Elvis og Bítlarnir til samans. Svo má heldur ekki gleyma henni Tinu Turner en hana telur nú engin með enda "bara" kona.
Ég er fyrir löngu búin að ákveðja að þegar ég verð sextug ætla ég að hafa fótleggi eins og Tina og vera jafn svöl og Jagger, ég stefni nefnilega að því að vera enn að um sextugt og gott betur
Yfir og út í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2007 | 10:53
stand by your man
Ég verð nú eiginlega að svara henni Siggu frænku opinberlega. Ég held nefnilega að "vandamálið" ef vandamál skyldi kalla sé það að ég hitti Dani í Danmörku. Þeir Danir sem hún kynntist voru fólk sem, líklega af ævintýraþrá, hafði drifið sig úr landi. Ég kynntist hins vega þá aðallega þeim sem sátu eftir. Það sama á sennilega við hjá Siggu í Noregi.
Nú og þar sem ég veit að Sigga er haldin sömu ævintýraþránni og ég sjálf þá á líklega best við okkur að kynnast fólki sem er á svipaðir línu og það er nú líklegra að finna það fólk í hópi þeirra sem eru þá líka "útlendingar" í viðkomandi samfélagi.
Annars er ég núna að hlusta á "stand by your man" á finnsku í útvarpinu, hljómar eiginlega einkennilega sannfærandi.
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 11:19
íhaldsemi dansksins
Aldrei náði ég neinum almennilegum kontakt við Dani í þau tvö og hálft ár sem ég bjó þar. Fannst þeir alltaf svo óskaplega ferkantaðir eitthvað og þótt ótrúlegt megi virðast algerlega húmorslausir. Mér samdi alltént mun betur við flesta aðra en Dani, þó mér hafi kannski ekki samið neitt sérstaklega illa við þá. Við bara áttum ekki samleið. Ég gat bara ekki skilið þessa áráttu þeirra til að skipuleggja alla mögulega og ómögulega hluti langt fram í tíman, held bara að það hljóti að vera óskaplega leiðinlegt líf að lifa.
Ástæðan fyrir þvi að Danir vilja ekki hætta að reykja er því einfaldlega íhaldssemi, þeir geta ekki breytt því sem einu sinni er komið inn á skipulagið og því mun taka þá a.m.k heila kynslóð að breyta þessu, ef þeir lifa þá það
GEH
Reykingabann hunsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2007 | 09:13
haust
Mig hrjáir bloggleti. Líklega vegna þess að ég er svona heldur rislítil almennt þessa dagana. Náði mér í einhverja aðkenningu að kvefi með tilheyrandi slappleika. Skrapp samt í smá berjamó seinnipartinn í gær og týndi smá, svona rétt út í skyrið. Annars var nóg að gera um helgina. Komum loksins í verk að ríða austur í dal og aftur heim daginn eftir. Ágætis túr bara þó svo að veðrið hefði getað verið betra (það hefði líka getað verið verra)
Hafið þið annars tekið eftir því að það er að koma haust. Allt orðið svo voðalega haustlegt, dimmt á kvöldin, grasið farið að gulna svolítið, komin ber og þessi týpíski haustkeimur af veðrinu. Enda er þetta allt að bresta á, kennsla, göngur o.s fr. Mér hefur alltaf fundist haustið vera frábær árstíð.
kveðja í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.8.2007 | 11:43
9.ágúst
Jú ég er ennþá hér og í fullu fjöri. Greinaskrif hafa tekið mestalla mína orku síðastliðna daga. Enn þetta er nú allt að hafast. Merkilegt hvað svona smádútl tekur langan tíma, laga myndir, fara yfir texta, tékka hitt og þetta. Er ekki mín sterkasta hlið en eitthvað sem þarf að gera engu að síður. Annars hefur góða veðrið látið sjá sig aftur eftir nokkra blauta og kalda daga. Vonum að það endist það sem eftir er sumars
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar