Færsluflokkur: Dægurmál

Hin guðsvolaði Hvanneyrarstaður

Sit hér ennþá við tölvuna á föstudegi og klukkan að verða 6.  Einhvernvegin þá verða svona móment stundum til þess að maður fer að spá afhverju ég er ekki að lifa lífinu enhversstaðar.  Og þá meina ég einvhersstaðar annars staðar en á Hvanneyri.

En svona er þetta.  Í gærkveldi ku hafa verið einn af hápunkur menningarlífs Hvanneyrarstaðar.  Það fór að sjálfsögðu framhjá mér eins og annað.   Er hins vegar búin að ergja mig nóg á því og vona bara að allir hinir hafi skemmt sér vel meðan ég sat sveitt yfir heimaverkefnum og undibúningi kennslu.

Mikið er nú dásamlegt að búa á þessum guðsvolaða stað Errm


Þreytt.....

.... á sál og líkama.  Klukkan er miðnætti og dagurinn hefur einhvernvegin farið í að gera allt allt annað en ég sjálf þurfti að gera.  Því er ennþá svo margt eftir ógert þannig að nú verður þetta ekki lengra á bili

yfir og út af eyrinni

GEH


Dagur tvö á Blönduósi

Nú er það Blönduós.  Hér í sjálfstæðissalnum er mun hlýrra en í Dalabúð og mér er eiginlega fyrirmunað að skilja hvaðan þessi hitasvækja sem Eyjólfur talar um kemur, því ekki sá ég nema einn einasta ofn í allri Dalabúð og hann leit nú ekki út fyrir að geta hitað mikið og allra sýst heilt félagsheimili.

En það styttist í að þessi dagur taki enda.  Þá erum við að verða hálfnaðar sem er svo sannarlega ástæða til að gleðjast yfir.  Næsta vika verður reyndar fremur strembin.   Höfn í Hornafirði á mánudag og það kostar næstum heils dags ferðalag á sunnudag og síðan V-Skaft og Rang á þriðjudag svo ég býst við að við Berglind verðum að taka annað húsmæðraorlof að minsta kosti á Höfn Cool


Eftir að allt of margir dagar hafa liðið

Örsnöggt hér, af því að ég er búin að vera svoooooo löt að blogga.  Sit hér í Dalabúð þar sem ekki eru til ofnar, dúðuð upp fyrir haus.  Hlusta á Berglindi tala um NorFor.  Röðin kemur svo að mér eftir hádegið.  Erum rétt tæplega hálfnaðar með fundaferðirnar eftir daginn í dag

Stefnan síðan tekin beint á Blönduós og svei mér þá ef við erum ekki bara búnar að skipuleggja smá hyggekvöld með rauðvíni fyrst að við erum nú svona í hálfgerðu húsmæðraorlofi.  Því mun leiðin liggja í kaupfélagið í Búðardal (vona að það sé ennþá til) og síðan á hárgreiðslustofuna í Búðardal (þar er ríkið). 

Stefnir sem sagt í dægilegt kvöld.

Annars færðist ég örlítið nær samtímamenningunni nú um daginn þegar ég skráði mig á fésbókina.  Var mjög gott fyrir egóið því skyndilega átti ég fullt af vinum Cool.  Reyndar rosa gaman að komast í samband við marga af þeim sem ég hef einmitt misst samband við eingöngu vegna þess að ég er húðlöt að halda sambandi við fólk.   Sniðugt !!!!

Lýsi svo að lokum yfir ánægju með endursýnt áramótaskaup gærdagsins.  Hló eins og bjáni ein með sjálfri mér.  Akkúrat það sem við þurftum svona í kreppunni og sívaxandi skammdeginu. 

En nú er matur og ég svöööööng

yfir og út úr Dölunum að þessu sinni

GEH

 


Fátt er svo með öllu íllt

Nú er búið að stofna Nýja-Landsbankann og Nýja-Glitni og í báðum þessum nýjum bönkum eru konur bankastjórar.  Loksins loksins þá eru menn búnir að átta sig á því að ef þú þarft að láta gera eitthvað almennilega þá færðu konu til verksins það er líka öllum konum ljóst að konur fara mun betur með peninga en karlmenn geta nokkurn tíman gert.  Enda hafa konur í gegnum aldirnar þurft að gera mikið úr litlu.  Konur eru líka yfir hverskonar pissukeppnir hafnar og þurfa ekki að eiga stærsta bankann, bílinn, bátinn nú eða fá frægustu rokkstjörnuna í afmælið sitt.  Einnig liggur ljóst fyri að konur hafa almennt ákaflega víðtæka reynslu af því að þrífa upp skítinn eftir karlpeninginn og, það sem kannski er mikilvægara akkúrat núna, að redda málunum þegar allt er komið í óefni. 

Húrra fyrir okkur stelpur Cool

Ég minni enn og aftur á það að það er erfðafræðilega staðreynd að Y-litningurinn fer stöðugt minnkandi svo mér sýnist náttúran vera á full-swing í þróuninni. 

Yfir og út af eyrinni

GEH


Svona til að summera upp ástandið þá...

.... er Bónus farin að auglýsa íslenskar landbúnaðarvörur
.... þurfum við að treysta á Yoko Ono til að útvega okkur gjaldeyri
.... eru Rússar nú orðnir besti vinur aðal
.... er Guðni hættur að rugla á opinberum vettvangi
.... hefur ekki heyrst múkk í Steingrími J. í nokkra daga

Ég held að það hljóti að vera farið að kólna ískyggilega hjá kölska gamla núna

og svo við höldum nú áfram þá....

.... eigum við seðlabankastjóra sem veit ekki hvenær honum er hollast að þegja
.... eigum við fjármálaráðherra sem kann ekki ensku
.... erum við búin að skuldsetja okkur út í hafsauga
.... þurfum við líklega að dusta rykið af gömlu togvíraklippunum sem reyndust svo vel á Tjallan hér í denn
.... er bönkunum nú stjórnað af fólkinu sem ekki gat haft eftirlit með þeim
.... verðum við líklega að treysta á það að sauðkindin haldi í okkur lífinu eins og í gamla daga

Annars sagði Geir brandara í fréttunum áðan, gott að hann heldur húmornum kallinn.  Ég get ekki sagt að ég öfundi hann af djobbinu akkúrat núna, sérstaklega með alla þessa snillinga í kringum sig.  Verð að vera ósammála Mæju frænku með Davíð, ég get ekki sagt að mér hafi liðið neitt betur eftir að hafa hlustað á hann hér um kvöldið. 
Svo í lokin þá er gott að summera upp þeim hlutum sem maður getur verið þakklátur fyrir akkúrat núna

að skulda ekkert nema námslán sem eru sko alveg 100% í verðlausum íslenskum krónum
að eiga tvær kindur sem sjá mér fyrir kjöti í vetur
að eiga tvö hross sem hægt er að grípa til í yfirvofandi bensínskorti
að hafa vera fædd og uppalin í sveit og kunna að lifa utan malbiks og án internets.
að hafa vinnu
að hafa ekki sett spariféð í verðbréfasjóði
og svo mætti lengi telja.

jamm það er sko alltaf hægt að finna eitthvað til að gleðjast yfir

Pollyana segir yfir og út


Maðurinn með yfirskeggið

Mig er farið að dreyma aftur eftir smá hlé.  Reyndar dreymir mig nú sennilega oftast þó ég muni það ekki en hvað um það.  Mig dreymdi nefnilega mann með yfirskegg sem var eitthvað að væflast þarna í draumum mínum, alls ekki ómyndarlegur maður að mér fannst í draumnum (og nú þýðir ekkert að hugsa eitthvað dirty því þetta var alls ekki svoleiðis draumur).  Þetta vakti með mér nokkurn óhug þegar ég vaknaði þar sem ég er yfirlýstur andstæðingur yfirskeggja og þykja mér þau ekki sérstaklega smekklegt andlitsskraut.  Eitt augnablik óttaðist ég um geðheilsu mína en ákvað svo að skella skuldinni á Kollu delux-skvísu því hún var eitthvað að þvælast þarna í draumalandinu líka og hefur eflaust dregið þennan yfirskeggjaðan mann þangað með sér til að villa um fyrir saklausum sveitastúlkum, enda voru hún og yfirskeggjaði maðurinn í draumnum mestu mátar.  Það sem meira er þá man ég greinilega að téður maður bar nafnið Nökkvi.  Svo nú spyr ég; Kolla mín, kannast þú við hann Nökkva sem skartar hinu myndarlegasta yfirskeggi??

Annars væri fróðlegt að fá ráðningu á þennan draum Wink

frett_yfirskeggur


Klónasafnið

Stundum rekst maður á hluti sem bara fá mann til að hlægja af hjartans lyst.  Meira að segja á þessum síðustu og verstu krepputímum.

Nú held ég að þeir bændablaðsmenn hafi slegið fyrri met, ef þið smellið á myndina sjáið þið hinn bráðskemmtilega myndatexta sem fylgir LoL

klonasafnid

Mig langar að sjá þetta klónasafn og það er augljóst að Jón Hallsteinn er búin að klóna sjálfan sig þar sem þetta er Jón Kr. Arnarson sem lítur alveg eins út og Jón Hallsteinn.

Þetta skilja náttúrulega engir nema LbhÍ menn en það er allt í lagi 


Úfff

Það er verið að smala hrossum hingað og þangað um helgina.  Mitt hlutverk í þeim átökum virðist vera að fletta upp örmerkjanúmerum.  Fólk virðist vera með það nokkuð á hreinu að það geti gengið að mér vísri við tölvuna  Woundering

Sýnist á öllu að menn séu nokkuð sammála um að búfé sé um það bil skynsamlegasta og traustasta form á "fjármagni" þessa dagana.  Líklega hafa verðmæti Botnu minnar aukist til muna síðustu daga.

Annars held ég að ég verði að fara að taka pásu á öllum þessum efnahagsvandamálum.  Veit að þau fara ekki í burtu en gott að fá smá breik. 

Held hins vegar að ég taki undir með manninum sem er að tala í sjónvarpinu akkúrat núna, um að skipta þurfi út stjórnendum seðlabankans og það ekki seinna en strax á morgun.  Sjáum til hvort ríkisstjórnin hefur bein í nefinu til að gera það.  Það er svo spurning hvort eitthvað skárra kemur í staðin Angry


Og þrem dögum seinna....

.....er ég komin heim eftir að hafa tekið hálfgerða skyndiákvörðun um að taka mér 3 daga frí og skreppa til útlanda.  Og boy o boy, hvað ég valdi mér góðan tíma til að fara til útlanda.  Ég get því upplýst að nú er, hugsanlega í fyrsta skipti í Íslandssögunni, bjórinn ódýrari á íslandi en í Danmörku.  Annars virðist allt hafa farið lóðbeint til helvítis meðan ég var erlendis og akkúrat núna heyri ég Geir H. Horde tala á dramatískan hátt um holskeflur gjörningaveðurs o.s.fr.

Ég hef mikið verið að spá í að nota hinar mjög svo verðlausu íslensku krónur sem ég á inni í Kaupþingi til að kaupa mér lifandi búfé eða eitthvað slíkt.  Sem sagt breyta sparifé í búfé, því svei mér þá ef ég held ekki að það sé sterkari gjaldmiðill akkúrat núna.

Af öðrum málum er það að segja að stóra símamálið hefur skapað nokkurra kátínu og jafnvel samúð í minn garð.  Enginn hefur þó viljað veðja á hvort eða hvenær ég hugsanlega fæ síma en kannski er það efnahagsástandinu að kenna.  Ég bendi hins vegar öllum á að prófa nú við tækifæri að hringja í 433 5000 og biðja um að fá að tala við mig Devil, það gæti orðið áhugavert

Yfir og út í bili

GEH

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband