Á laugardegi

Ein stutt á laugardagsmorgni héðan af Eyrinni.  Úti er hið besta vetrarveður -13 °C og logn.  Já ég segi og skrifa LOGN!!!!!!!  Maður veit varla hvaðan á sig stendur veðrið, enda stendur það ekki á mann úr neinni átt. Cool

Nýjustu fréttir eru þær að ég er búin að fá pláss fyrir hana Yrpu mína, betur þekkta sem Litlu Jörp, og henni til fulltingis verður Bleik, bleiki fjarðarhesturinn hans Hákonar.  Einhverra hluta vegna læðist að manni grunum um einhver norsk áhrif í íslenska hrossastofninum, þegar maður lítur þá hryssu augum. 

Það er því ekki laust við að nokkrar tilhlökkunar gæti vegna fyrirsjáanlegra útreiðatúra, sérstaklega þegar Eyrin býður upp á svona frábært útreiðaveður eins og í dag.

Annars stendur nú yfir stórhreingerning á Hvanneyrargötunni enda ekki vanþörf á eftir útlegð og vinnutörn síðustu viku.

Læt fylgja hérna eins og eina mynd frá Noregi.  Þar var alltaf LOGN og aldeilis frábært útreiðaveður

í Guðbrandsdalnum

Þar til síðar

GEH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ hér í firðinum fagra er allt að snjóa í kaf...... en sem betur fer er aðeins að minnka snjókomuna nuna og kemst ég þá væntanlega á bílnum mínum í sveitina okkar góðu á morgun ;). en annars bara að skilja eftir mig spor

hafðu það gott ;)

Guðlaug Sigríður (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:37

2 identicon

Var að skralla yfir bloggið þitt og var stólpaundrandi yfir vanþóknun þinni á norskum mat. Veit hreinlega ekkert betra en römmegröt og lefsur. Hátíðarmatur. Ekki gleyma buffi ala linström og rísgröt með saft....jammíí....í desert er svo kaffi og stratos súkkulaði....Ha det bra!!

Kata kollusystir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 424

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband