9.2.2008 | 19:56
Viku seinna....
.... er komin tími á nýja færslu. Sit hér á Eyrinni meðan enn eitt ofsaveðrið geisar úti. Var reyndar búin að skipuleggja norðurferð og þorrablót á Hrafnagili í kvöld en að sjálfsögðu var öllu flugi frestaði í gærkveldi og ég því veðurteppt í höfuðborginni ásamt Þorbjörgu. Ég ákvað því að slá striki yfir þorrablótið og fara hvergi þar sem verkefnabunkinn hefur ekki minnkað að neinu ráði og taldi ég praktískari not fyrir tíman að grynnka hann í stað þess að fljúga norður í dag til þess eins að keyra til baka á morgun. Norðurferðin bíður því betri tíma, þegar ég hef betri tíma
Leitaði á náðir Kollu varðandi húsaskjól í gærkveldi og tók hún vel í það af sinni einstöku gestrisni og góðmennsku. Takk fyrir það Kolla. Skaust svo milli lægða upp á Hvanneyri í morgun.
Vikan var annasöm enda Fræðaþing og regluleg óveður sem gerðu ferðir milli Hvanneyrar og Reykjavíkur nokkuð stór óvissufaktor. Því varð Hótel Saga að koma til bjargar. Það má því segja að ég hafi búið i ferðatösku frá því á þriðjudagskvöld. Til allra guðslukku gáfu Þorbjörg og Hákon mér ágætis ferðatösku í jólagjöf sem nú þegar hefur margsannað ágæti sitt.
Góða helgi og góða skemmtun allir þeir sem ætla á þorrablót í kvöld en þeir ku vera fjölmargir
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verði þér að góðu og vertu ávalt velkomin. Verð nú að lofa þér að þú lendir ekki í fleiri tiltektum á næstunni (held ég) en þú gætir lent í því að elda eitthvað gott á nýju keramikhellunum mínum þegar þær komast í samband við öflugri orku en hugarorku til að hitna. Ég hlakka mikið til.
kolla (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:19
Sæl og blessuð Gunnfríður! Skemmtilegt að rekast á þig hérna í bloggheimum ;)
Ásrún Ýr (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.