4.5.2008 | 09:27
Gleði gleði
Ég sá þegar ég vaknaði í morgun að vetrinum (þurru köldu norðanrokinu) hafði verið skipt út fyrir vor (heldur hlýrra roki og rigningu). Lovely wether . Annars hefur einhver slæmska verið að hrjá mig síðan á föstudagskvöld. Það sem af er helgar hefur því einkennst af því að sofa mikið og vinna inn á milli. Náði 9 tímum í nótt sem telst mikið í mínum heimi, sérstaklega þegar tekið er tillit til 10 tímana nóttina áður. En eitthvað gagn hefur allur þessi svefn gert því ég er sæmilega spræk í dag og er meira að segja búin að hella mér upp á kaffi.
Annars þarf ég að fara að komast norður í sauðburð því rokinu og rigningunni hér fylgir alla jafna sól og sunnangola þar eða sem sagt. Alvöru vor!!!!!
Þrátt fyrir vorveðrið hef ég ákveðið að geysast í göngutúr því ég er orðin hundleið á að hanga innan fjögurra veggja þessarar íbúðarholu minnar. Ég á reyndar ekki regngalla því ég þrjóskast við og tel óeðlilegt að geta ekki skotist út í smá stund án regngalla þó að það rigni smá. Regngalli séu því ónauðsynleg fjárútlát. Vandamálið er að það rignir bara aldrei "smá" eða altsvo þá er smá rigning hér samsvarandi úrhelli á mínum uppeldisstöðvum.
Eins og þið sjáið þá er geðprýðin með eindæmum í dag enda stjórnast skap mitt mjög gjarnan að veðrinu sem útsýrir langvarandi geðvonsku og pirring.
Yfir og út úr vorinu á eyrinni
GEH
yfir og út
GEH
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er örugglega besta leiðin til að komast í beint samband við náttúruna að taka á móti nýfæddum lömbum og sjá þau komast á legg og fara seinna út í guðsgræna náttúruna og hoppa og skoppa þar.
Torfi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.