5.5.2008 | 19:59
finally gone mad
Í morgun fór ég endanlega yfirum. Allur þessi svefn síðustu helgar hefur heldur betur ruglað mig í rýminu enda er ég alls ekki vön að sofa meira en 6-7 tíma á nóttu.
Svo í morgun (nótt) vaknaði ég klukkan 4:30 stundvíslega. Glaðvaknaði algerlega úthvíld og útsofin. Uppfull af orku. Kíkti út um gluggann og sá að sólin var að koma upp og það sem meira var að úti var logn. Ég fékk þá snilldarhugmynd að fara út að hjóla, sem og ég gerði. Var komin út kl 5 og hjólaði upp í Skorradal. Frábært veður, alger friður og dásamlegur fuglasöngur. Kom heim rúmlega 6, fór í sturtu og hitaði mér gott kaffi, tók úr þvottavélinni sem ég setti í áður en ég fór af stað, setti í nýja, vaskaði upp óhreina leirtauið í vaskinum. Hafði tíma til að hlusta á útvarpið yfir kaffibolla númer 2, dreif mig svo í vinnuna.
Það merkilega er að ég er ennþá uppfull af þessari orku, búin að fara á hestbak og á eldavélini mallar chilli con carne a la ég sjálf sem ég ætla nú að éta með bestu lyst áður en ég finn upp á einhverju nýju að brasa því það veit sá sem allt veit að ég er aldeilis ekki orðin syfjuð.
"I think I have finally gone mad" múhahahahah
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafandi borið þessa færslu saman við síðustu færslu kemst ég að þeirri niðurstöðu að þú þurfir að leita þér andlegrar lækningar.
Larfurinn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:28
Aha.... mig vantar svona orku. Reyndar farin að vakna á morgnana í staðinn fyrir að vera hálfsofandi fram undir hádegi. Heyrðu, ég held að ég sé bara laus á laugardagksvöldið, ef pabbi gamli lætur sig hverfa á laugardaginn, eins og planið er í dag. Langar mikið að fara að hitta þig. Verðum í bandi þegar líður á vikuna.
kolla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:05
Veistu - það er akkúrat núna hægt að fá svona vatnsheld (í alvöru) vindföt í Samkaup
Ég hef aldrei eignast slíkan búnað, fyrr en eitt sinn er ferðinni var heitið til Flateyjar - nýttist vel þar og hefur hentað annað veifið hér síðan
En maður kemst af minnsta kosti 25 ár hér án þess búnaðar
e (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.