Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Skattaprins

Í gærkveldi var ég búin að ákveða að sofa í 100 ár, eða amk. þangað til að prinsinn kæmi og vekti mig.  Náði reyndar 10 tímum en klukkan 7:40 vaknaði ég alveg sjálf  án þess að nokkur kæmi og vekti mig.  Það er sko aldrei hægt að treysta á þessa prinsa

Svo verður víst ekki lengur umflúið að klára skattaskýrsluna.  Og í framhaldi af því þá dettur mér í hug að menn eru gjarnan titlaðir skattakóngar.  Ætli séu til skattaprinsar líka???

Yfir og út

GEH

P.S ég er ekki með óráði, svo það sé algerlega á hreinu


Enn af klappstýrum

Þetta var einn af þessum dögum þar sem valið virtist standa á milli þess að hágrenja eða bresta í tryllingslegan hlátur.  Valdi hvorugan kostinn en greip þess í stað til skætings og hótfyndni sem notuð var jöfnum höndum.  Með öðrum orðum; ég var feikn leiðinleg í dag.  Hefði helst ekki átt að hafa samskipti við annað fólk.  En það varð víst ekki umflúið eða öllu heldur, ég varð víst ekki umflúin.

Ég vil líka þakka Þorbjörgu fyrir veittan stuðning.  Hún virðist vera sú eina sem hefur trú á mér í klappstýruhlutverkinu.  Góð hugmynd hjá henni með búninginn.  Auglýsi hér með eftir klappstýrubúningi fyrir lítinn pening, helst grænum.  Stærð small.  Má vera notaður, en ekki þó í öðrum tilgangi en til klappstjórnunar á kappleikjum.

adjö

GEH

 

 


Atvinnuklappstýra

Við Þorbjörg fórum í reiðtúr í dag.  Sá reiðtúr var nú farin meira af prinsippástæðum en löngun til útreiða.  Skítakuldi, norðangarri og úrkoma sem eiginlega flokkaðist sem hagl.  Mikið rosalega er vont að fá svona hagl í augað, eitt augnablik varð ég algerlega blind og hefði hún Litla-Jörp viljað, hefði hún líklega auðveldlega getað notað tækifærið og losnað við mig því það tekur smá tíma að ná jafnvægi aftur þegar maður sér ekki neitt og nístandi sársauki sker í gegnum höfuðið (smá dramatík hérnamegin).  En hún Litla Jörp mín trítlaði áfram algerlega ómeðvituð um ástand knapans sem bölvaði hraustlega en náði fljótt jafnvæginu aftur og stuttu seinna hluta af sjón. 

Allar (ég, Jörp, Þorbjörg og Bleik) komumst við þó heim enda vindurinn í bakið seinasta hlutann.  En það leið langur tími þar til ég náði fullri sjón og hreyfigetu í andlitsvöðvana. 

Nú svo ég snúi mér að öðru, þá er ég að hugsa um að gefa starfsferil sem nautgriparæktarráðunautur upp á bátinn og gerast þess í stað atvinnuklappsýra.  Þessa hugmynd fékk ég frá kínverskum ritstjóra tímarits sem lagði starfið á hilluna en æfir nú klappstjórnun af kappi í þeirri von að komast í klapplið Ólympíuleikana. 

Og í framhaldi af því langar mig að fá að vita af hverju það var talin góð hugmynd að Kínverjar héldu Ólympíuleika.

Yfir og út af eyrinni

GEH


Skattabarnið frh.

Já blessað barnið, hafði bæði nafn og fæðingardag en ég reyndar steingleymdi á sínum tíma að spyrja hver væri faðir barnsins, því ekki hafði ég sjálf hugmynd um það frekar en annað er viðkom þessu barni.  Áðurnefndar barnabætur hafði ég hins vegar aldrei séð þó ég hefði nú mun meiri áhuga á þeim en sjálfu barninu.  Þetta var því algert ripp-off, þar sem ég sat uppi með ófeðrað barn og átti að borga skatt af barnabótum sem ég hafði aldrei fengið.

kv.

GEH


Skattabarnið

Ég er þekkt fyrir að vera ekki mikið fyrir börn- nema bara svona í góðu hófi.  Í tilefni þess að nú líður að hinum árlegu skattskilum datt mér í hug barnið sem skatturinn gaf mér hérna um árið.   Þetta barn kom sem sagt fram á skattframtalinu mínu 2003 og hefði líklega verið þar eitthvað áfram því sá sem sá um skattframtalið mitt í þá dag, hafði litla hugmynd um fjölskylduaðstæður mína en fór fyrir tilviljun að tala um barnabæturnar sem ég hafið fengið.  Það kom mér ákaflega spánskt fyrir sjónir þar sem ég kannaðist ekki við að eiga neitt barn og frábað algerlega að taka við þessu þó ég efaðist í sjálfu sér ekkert um ágæti barnsins.  Ég vona bara að barnið hafi fundið stað á skattframtali einhvers sem vildi taka við því og barnabótunum svo það ráfi ekki enn þann dag í dag munaðarlaust í húsnæði Ríkisskattstjóra.

Yfir og út úr Eyjafirðinum

GEH


Hvernig bjór ert þú?

Það er búið að vera gott veður í heila viku.  Stillt og bjart veður, frábært.  Átti leið í Kjósina í gær í glaða sólskini og logni.  Hef nokkrum sinnum komið þangað og verð alltaf jafn hrifin.  Þetta er án efa einn fallegasti staður á Íslandi

Annars hefur lífið verið rólegheit síðustu daga, það er að segja, nóg að gera en engin stórátök.  Svo styttist í páskana.

Datt inn á síðuna blogthings.com í gærkveldi.  Þar má taka hin líklegustu og ólíklegustu próf.  T.d  Hvernig bjór ert þú? 

Ég ku vera Guinness

Ég drekk ekki Guinness Sideways


hmmmmm

Þó ég bloggi nú ekki oft um fréttir þá held ég að ég láti þetta flakka.  Hef áður lýst því yfir að ég skilji ekki þetta Bítlafár og finnst t.d. miklu meira til Stones koma heldur en Bítla-gutlsins.  Endurtek enn og aftur að líklega er Bítlaæðið einn af þessum "atburðum" þar sem maður varð sjálfur að upplifa til að meta.  En það sem ég vildi sagt hafa var.  Ég er ekki dauðhissa yfir litlum viðbrögðum landans.

Góða helgi


mbl.is Íslendingar fúlsa við meistaraverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismál

Hendi inn hérna smá færslu.  Er á leið í hesthúsin, hvílík dásemd að vera búin að fá þær stöllur Litlu-Jörp og Bleik.  Litla-Jörp er öll að koma til, verður sprækari með hverjum deginum og við bætum alltaf aðeins í töltvegalengdina á hverjum degi.  Erum reyndar að vinna okkur úr smávægilegum issjúum með að fara frá hesthúsinu á undan Bleik.  Eins og með Grána forðum daga þá má hún Litla-Jörp ekki af Bleik sjá, og lifir í stöðugum ótta um að verða skilin ein eftir.  Ég þarf eitthvað aðeins að vinna í sjálfstæðismálunum á þeim bænum. 

Og eins og með Grána forðum daga þá er það Bleik sem er leiðtoginn í þeirra sambandi.  Bleik kann þó mun betur að fara með vald sitt en Gráni gerði og því ríkir að mestu friður og ró í stíunni. 

Yfir og út úr frábæru útreiðaveðri á Eyrinni

GEH 

 

 


Reykjavíkurfrí

Þýðir, á þessum bænum, ekki frí í Reykjavík heldur frí frá Reykjavík.  Það frí mun endast þangað til eftir páska. 

Hér er allt annars meinhægt, meira að segja veðrið.  Og það styttist í páskana.  Jamm, þetta er svona heldur á uppleið því vorið er handan við hornið. 

Kv. af eyrinni

GEH


Þau stórmerku tíðindi.....

......hafa gerst að ég hef nú í morgun unnið að mínu ágæta doktorsverkefni.  Er svo stolt af því afreki að mér þótti ástæða til að deila því með ykkur hinum.  Húrra fyrir því.  Annað var það ekki að þessu sinni

kveðja

GEH


Næsta síða »

Höfundur

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Flökkukind með meiru

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • kopar stekkur.gif
  • ...p1010033
  • Botna
  • ...p1010028
  • Blesi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband