Færsluflokkur: Dægurmál
16.1.2008 | 22:26
Tálkvendi í mórauðri lopapeysu
Ég hef fengið til tímabundnar notkunar eina af þessum svokölluðu hásu kynæsandi röddum. Hvað það er sem er svona kynæsandi við konur með hálsbólgu og skil ég ekki en hef ákveðið að vera ekki að velta mér upp úr því heldur taka fegins hendi því sem ég get fengið. Nú vantar mig bara svarta kokteildressið, háa hanska, 11 cm pinnahæla, gerviaugnhár og munnstykki til að fullkomna gervi tálkvendisins. Það gæti reyndar verið að hóstaköst og nefrennsli settu smávægilegt strik í reikninginn hvað gervið varðar og líklega er lítil von um bata ef ég fer að spássera um í kokteildressinu í þessu veðurfari.
Ég hugsa að ég taki því frekar ráði frænda og fjárfesti í rótsterku áfengi. Skelli mér svo í mórauða lopapeysu, ullarsokka og gúmmískó og taki svo nokkra létta slagara og smalavísur þegar komið er smá borð á flöskuna. Þá get ég líka farið að telja sjálfri mér og öðrum trú um að röddin sé einfaldlega viskí-rödd sem eigi sér fullkomlega eðlilegar skýringar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2008 | 14:15
Allt hefur sínar skýringar
Það hlaut að vera ástæða fyrir þessu andleysi í gær, enda kom það á daginn. KVEF!!!!!!!!!!!
Helvítis KVEF!!!!
En góð fréttirnar eru að andleysið og leiðinn eru horfin að mestu þó líkamleg heilsa sé ekki upp á marga fiska í dag.
O-jæja, þetta lagast
Kveðja af eyrinni
GEH
P.S ég missti algerlega af þessari íkveikju þarna um daginn, svo spennustig Hvanneyrar hefur ekki aukist í mínum augum
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 21:56
"Andvarp"
Hvanneyri er ekki staðurinn til að búa á þegar maður þarf á upplyftingu að halda og langar að gera eitthvað skemmtilegt.
Far from it
Held að það sé best að skríða undir sæng og breiða upp fyrir haus.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 20:11
Hrúturinn Hreinn
Eins og þið sjáið þá hefi ég breytt um útlit, fór í "make-over" ef maður má sletta aðeins. Varð að breyta til á einhverjum vígstöðvum og þetta var fljótlegast. Aðrar drastískari breytingar krefjast aðeins meiri íhugunar. Svo nú er ég að íhuga, alveg á milljón. Skellti mér meira að segja í slökunar og íhugunarbað áðan, sem var svo funheitt að man sundlaði þegar staðið var upp. Fékk nokkrar brilljant hugmyndir þó.
Annars virðast áætlanir um fleiri utanlandsferðir þetta árið að ganga eftir, enda er ég handhafi glænýs vegabréfs sem skartar einni af þessum líkhúsmyndum eða fangamyndum. Fer til Noregs eftir viku, vinnuferð að vísu en ætla að lita við hjá Siggu í Osló á heimleiðinni. Við Fanney erum á fullu að plana Londonferðina okkar í lok apríl og misstum okkur aðeins í on-line shopping á leikhúsmiðum í gær. Það verður hrein skemmtiferð. Nú svo datt okkur Elsu í hug, yfir glasi af hvítvíni, að það væri nú alveg tilvalið að við skelltum okkur saman til útlanda, svo að ef ég þekki okkur rétt þá látum við það verða að veruleika.
Svo grand plön eru komin af stað, það er nefnilega svo margt sem maður á eftir að gera eins og ég nefndi einhvern tíman við einhvern. Svarið sem ég fékk var reyndar að það væri svo margt sem maður ætti aldrei eftir að gera. Svoleiðis nenni ég ekki að hlusta á, enga neikvæða strauma takk!!!!! Heldur hefst maður handa við að láta draumana rætast ekki satt??? Svo stóð það líka í stjörnuspánni minni í dag.
Ljón: Það er fólk að hitta, staður til að fara á og hlutir til að kaupa. Einbeittu þér að fólkinu og stöðunum svo öll kaup virðist óþörf.
Annars er ég að hugsa um að fara að skella poppinu yfir enda styttist í Forbrydelsen. Það má nú segja ýmislegt um Dani en þeir kunna svo sannarlega að búa til sjónvarpsþætti. Tvímælalaust eitt það besta sem RÚV býður upp á um þessar mundir. Deilir toppsætinu með Hrútnum Hreini eða Shaun the sheep eins og hann nefnist á frummálinu.
Þar til síðar
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 03:45
Heilsurækt á öllum tímum sólarhringsins
Ég vildi bara tilkynna ykkur að ég er nýbúin að stunda mjög intensíva heilsurækt í u.þ.b 4 tíma. Drakk hvítvín í miklu hófi (sbr. frétt um hollustu hóflegrar víndrykkju) og stundaði miklar æfingar á kjálkavöðvum, labbaði líka bæði til Elsu og aftur heim sem eru a.m.k 200 metrar alls. Æfði síðan heilabúið með því að reikna út hvað þetta bætti mörgum árum við líf mitt. Mér telst til að þetta verði um 1,19456875565 ár sem er ekki svo lítið afrek fyrir eina kvöldstund (eða 4,5 ef allt er talið)
Góða nótt
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 15:24
"Geisp"
Prófyfirseta er án efa eitt af heimsins leiðinlegustu störfum. Eins og mér fannst nú ágætt að taka próf þá finnst mér jafn leiðinlegt að sitja yfir í prófi. Maður hefur einhvernvegin ekkert við að vera. Þögnin verður alveg sérdeilis þrúgandi og leiðinleg og hvert einasta smá hljóð verður að glymjandi hávaða. Til dæmis hljóðið í lyklaborðinu hjá mér akkúrat núna hljómar eins og flugeldasýning meðan suðið úr flúorljósunum og tölvunni skapa einhverskonar glymjandi frumskógarstemningu.
Annars er víst komin föstudagur - ja hérna hér, hvað þeir koma manni alltaf að óvörum þessir föstudagar, sem hafa einhverja hluta vegna breyst úr merki um komandi helgi, í áminningu um allt það sem ekki náðist að klára í vikunni.
Annars náði ég merkum áfanga þessa vikuna. Komst í Næturvaktina hjá Kollu á miðvikudagskvöldið og horfði þar á alla þættina í einum rykk, gat bara ekki hætt að horfa. Hrein snilld þetta
Góða helgi
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 14:48
Ég er svoooooo heilsusamleg
Neyðist víst til að skála fyrir þessum fréttum og góðri heilsu minni í kvöld.
hip hip húrra
![]() |
Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 21:37
Aftur til fortíðar
Óvænt atvik geta stundum gert mann svo glaðan. Fékk póst frá Mat í dag, hef ekki heyrt frá honum í meira en 2 ár, enda er ég ekki duglegasta manneskja í heimi að halda sambandi við gamla félaga. Það er því gaman er þeir dúkka svona óvænt upp sérstaklega þegar það er einhver af þessum frábærlega skemmtilegu. Mat er nefnilega hann Matthieu, hin frábæri Fransmaður sem bjó með mér, Jose og Paolo á Nyvej. Snillingur sem var alltaf í góðu skapi, elskaði mat og talaði bæði hátt og mikið.
Í tilefni þess set ég hér eina af okkur sambýlingunum 4 og Georgio sem var nú eiginlega orðin eins og einn af mublunum.
Frá vinsti: Georgio Sikileyingur og snilldar kokkur reyndar, Jose portúgalski dýralæknirinn sem gekk Paolo í föðurstað, hin mest karlremba en gat eldað dýrindis dýrindis saltfisk, Matthieu fransmaðurinn frábæri og síðast en ekki síst Paolo sem stóð undir öllum þeim steríotýpuhugmyndum sem menn hafa gjarnan um ítalska karlmenn; gat hvorki fætt sig né klætt, fékk mat sendan að heiman frá mömmu (frábærlega góðan mat)og var latari og kærulausari en andskotin sjálfur. Paolo var algerlega óhæfur til allra verka nema eins og það var að opna vínið. Það gerði hann snilldarvel
Yfir og út af Eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 15:23
Skipulagt kaos
Ég hef aldrei verið neitt ofur-skipulögð.
Hef haft nokkra ánægju af því að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og hef alltaf haft gaman af óvæntum uppákomum og því að geta gert það sem mér dettur í hug þegar mér dettur í hug.
Hef gaman af því að láta koma mér á óvart og að koma öðrum á óvart.
Heillast alla jafna mest af fólki sem er frjótt í hugsun, sjálfstætt og hvatvíst en leiðist frekar þegar fólk er ofurvarkárt, einstrengingslegt og segir í sífellu "að fólk geri nú ekki svona eða hinsegin"
Það kom mér því talsvert á óvart þegar ég uppgötvaði í dag að ég er algerlega handalaus þar sem ég hef ekki fengið dagbók ársins 2008 í hendurnar. Er búin að þéttskrifa litla dagatalið aftast í 2007 dagbókinni. Þarf orðið að skipuleggja mig fram í tíman.
Reyni samt að einskorða þetta við vinnutíma. Hef ekki hugsað mér að fara í meiriháttar skipulagningu á félagslífinu, þar mun eftir sem áður ríkja hið skipulagða kaos.
Bestu skemmtanirnar eru alla jafna óundirbúnar- ekki satt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 10:07
í Upphafi árs
Gleðilegt ár ágætu félagar
Ég held að gott sé að hefja nýtt ár á nokkrum orðum, heldur færri þó en endað var á. Sigga Dóra virðist vera eina manneskjan sem hefur nennt að lesa í gengum búskaparannál síðasta árs og á hún hrós skilið fyrir það.
Áramótin gengu nú tiltölulega rólega fyrir sig, hafði reyndar skroppið á ágætis kenderí með Þorbjörgu daginn fyrir, daginn fyrir, gamlársdag. Ákvað að vera skynsöm og drekka bara hvítvín, varð því aðeins hæfilega létt og skemmti mér konunglega til að ganga 5 er við Þorbjörg röltum heim í Skarðshlíðina. Þessi skynsamlega ákvörðun reyndist svo ekki vera neitt sérstaklega skynsamleg þar sem hvítvínsþol meltingarfæra minna reyndist vera mun minna en rauðvínsþol þeirra (enda drekk ég sjaldan hvítvín) og því fór það svo að þrátt fyrir að vera bráðskýr í kollinum daginn eftir og laus við alla þá verki sem gjarnan fylgja "næsta degi" þá gerði maginn uppreisn og neitaði alfarið að taka við nokkru matarkyns langt fram eftir "næsta degi".
Þrátt fyrir að fyrri heilsu hafi verið náð á gamlársdag, datt ég í rólyndisgírinn um kvöldið. Vil kenna þar um, óhóflegu áti og langvarandi uppsafnaðir þreytu síðustu mánaða. Skreið upp í rúm með Skáld-Rósu (bók) og las mig inn í nýja árið, meðan annað almennilegt fólk fór á ball. O-jæja það verða önnur böll og önnur áramót
En nú tekur víst alvara lífsins við á ný. Er mætt til vinnu, á Akureyri að þessu sinni. Flökkueðlið lætur ekki að sér hæða. Verð þó komin á gamlar slóðir í byrjun næstu viku.
Nýtt og spennandi ár framundan.
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar