Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
28.5.2008 | 16:54
Verð nú eiginlega að kommenta á þetta
Ég átti nefnilega mjög svo ákafar umræður við grísk-kaþólskt fyrrverandi viðhengi um akkúrat þetta. Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að þetta hafi verið rökræður því í rökræðum verða menn að notast við rök.
Ég reyndi af miklum móð að sýna fram á að þetta væru algerlega fáránlegar dillur enda vita allir sem mig þekkja að í mínum huga eru trúarlegarforsendur tómt píp. Ég náði bara einfaldlega ekki að höndla það konsept að einhverjum dytti í hug að taka þetta alvarlega og hvað þá vel menntaður tiltölulega frjálslyndur ungur maður og reyndar einhverjar nokkrar milljónir annara trúbræðra og systra hans.
Aukin heldur þoli ég bara ekki svona "af því bara" rök sérstaklega ekki þegar þau fara saman við ákaflega mikin tvískinnungshátt svo ég minnti hann kurteislega á þá staðreynd að hann byggi nú í óvígðri sambúð með ungri konu sem væri ekki bara af lútersku bergi brotin heldur væri algerlega trúlaus, og það hlyti að vera að minsta kosti jafn slæmt og ef einhver vesalings kona tæki upp á því að klífa fjöll í Grikklandi (svona til útskýringar komst ég að því á ferð minni um hið rómversk-kaþólska land Rúmeníu að það að vera lútherstrúar jaðrar við heiðingsskap).
Ég benti honum einnig á það að ég gæti vel hugsað mér að ganga á helvítis fjallið ef ég væri í nágreninu (reyndar var ég stödd í Aþenu sem er reyndar nær en maður er oftast staddur). Hann horfið á mig eins og ég væri snar sturluð manneskja. Mig langaði mest að staðfesta þá kenningu hans með því að berja hann í hausinn.
Er að spá í að slá á þráðin til hans núna og athuga hvort heimsendir sé í nánd
Þúsund ára gamalt kvennabann brotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2008 | 13:15
Júró-hvað???
Jæja
Nú fer að styttast í þessu fæðingarorlofi mínu sem hefur nú reyndar einkennst að því að ég hef lítinn frið haft fyrir vinnunni. Sauðburðurinn fer nú líka að styttast í annan endann og lítur út fyrir að hann ætli ekki að dragast eins langt fram á sumarið eins og í fyrra. Reyndar sér nú kynbótahrúturinn hans Hákonar til þess að einhverjar eftirlegukindur vera að mjalta þessu úr sér eitthvað fram í júní. Sá kynbóta hrútur heitir því ágæta nafni Happur og er augljóslega mikill happafengur þar sem eitthvað heldur nú illa við honum blessuðum. Það vill nú einnig svo skemmtilega til að þessi happahrútur á alsystur sem heitir Lukka og mér sýnist líta út fyrir það að hún ætli sé ekki að bera í ár frekar hún gerði í fyrra enda ekkert vit fyrir ungar og sprækar ær að standa í að dandalast með lömb í eftirdragi.
Annars sit ég nú og horfi á endursýningu á Eurovisoin síðan á fimmtudagskvöldið því ekki hafði ég tíma til að horfa á herlegheitin þá. Og svei mér þá ef Júróbandið fer ekki bara langt með að eiga flottasta Eurovision framlag okkar ef frá er talin Páll Óskar í hvíta sófanum hér um árið. Reyndar tekur nú Gleðibankagengið titilinn "flottustu búningarnir". Nú er hins vegar einhver ágætur símamaður frá Litháen að þenja sig í á skjánum og sá ágæti maður, held ég bara ætti að halda sig hjá símanum í Litháen. Það er því best að fara út og líta á sauðkindurnar
kv
GEH
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 02:50
einhver sagði eitthvert sinnið að fólk er fífl
Ég hef endanlega sannfærst um að heimurinn er fullur af fávitum. Fólki sem ekki ræður við horfa á hlutina í öðru og stærra samhengi en snýr að því sjálfu. Vegna þessa hef ég tekið upp alveg nýja taktík. Ég nefnilega nenni ekki að vera sí og æ að fuðra upp eins og púðurtunna. Ég ætla því að reyna að staldra við og hugsa málin. Hugsa þau svo aftur og síðan enn einu sinni. Þá fyrst er ég orðin róleg og tilbúin til að díla við svona fólk. Sem betur fer þá er ég svo heppin að fá líka að hafa sérdeilislega frábært fólk í kringum mig. Fólk sem býr yfir einhverri stóískri ró og glaðværð sem smitar út frá sér. Ég þarf að öðlast þessa stóísku ró. En reyndar hef ég ekki ætlað mér að nota hana í sérstaklega göfugum tilgangi. Ég hef nefnilega komist að því að ef maður heldur ró sinni þá er maður miklu betur í stakk búin að jafna sakirnar. Getur úthugsað mótleikinn.
Ég er ekki alltaf góð
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2008 | 02:21
Val
Einhverntíman fyrir ekki svo margt löngu síðan komst ég að hinum gullvæga sannleika um valfrelsi einstaklingsins. Þetta lýsir sér í því að maður hefur alltaf val. Alveg sama hvað það er þú velur ávalt sjálfur hvað það er sem þú gerir eða hvernig þú bregst við mismunandi aðstæðum. Það þýðir ekki endilega að þú hafir alltaf um bæði góða og slæma kosti að velja. Jafnvel kemur oft upp sú staða að valið stendur á milli tveggja kosta og hvorugur er sérstaklega fýsilegur. Valið er engu að síður okkar.
Nú hljómar þetta án efa eins og ég standi á tímamótum stórkostlegra ákvarðana en svo er ekki. Ætli ég sé ekki einfaldlega komin með hálfgert óráð enda klukkan farin að ganga 3 og ég er orðin bæði líkamlega og andlega þreytt eftir daginn
Ég vel því núna að fara að sofa
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 02:05
Krílið
Ég varð tveim lömbum ríkari í morgun þegar hún Surtla litla bar. Surtla litla er heitir reyndar Nótt og er gemlingur og hefði þess vegna mjög gjarnan mátt sleppa þessu seinna lambi. Enda var það ekki upp á marga fiska litla greyið þó það sé nú sæmilega sprækt og með hörkulungu. Skepnan litla gengur nú undir nafninu Krílið. Krílið stígur ekki í vitið skal ég segja ykkur, svo ég þurfti að draga fram pelann. Reyndar þá þarf ég að láta sauma vasa fyrir pelann á gallann minn, því einhverra hluta vegna þá er ég alltaf með pelann á lofti. Smiðir eru með hanka fyrir smíðatól, ég þarf að fá vasa fyrir pelann. Krílið get ég svo haft í hinum vasanum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 16:10
Á vorin
Set hérna leiðrétta vísuna sem hún amma mín skrifaði við síðustu færslu. Segir allt sem segja þarf
Langt til veggja heiðið hátt
hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt
myndi ég leggjast út á vorin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 01:33
Nóttin, nóttin
Ég er næturdýr, það er sko alveg á hreinu. Alveg er það nú dæmalaust frábært að rölta heim úr fjárhúsunum á kyrri vornótt. Nóttin skiptist nefnilega í nokkra fasa á þessum árstíma. Upp úr miðnætti fer að hægjast um og rökkva, engu að síður heyrast ennþá svolítil náttúruhljóð svo sem stöku fugl og svo auðvitað jarmið í ánum og lömbunum. Upp milli tvö og fjögur ríkir alger kyrrð, eins og allur heimurinn hafi sammælst um að nú sé hvíldartími. Fuglar og ær eru lögst til hvílu enda mið nótt. Upp úr fjögur fer svo allt að lifna við, það fer að birta, fuglarnir fara að láta á sér kræla og smá saman fer að birta aftur. Það er hins vegar alveg sama hvenær nætur maður er á ferðinni, alltaf er þessi dásamlegi friður og kyrrð eins og maður sé algerlega einn í heiminum
Eins og ég hef áður sagt þá er algert sáluhjálparatriði að komast í sauðburð. Alveg jafn mikilvægt og að fara í göngur á haustin og upplifa það að vera einhversstaðar einn með hest, hund og nokkrar skjátur. Líklega er ég ekki bara næturdýr heldur líka hálfgerður einfari
yfir og út úr Eyjafirðinum
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2008 | 21:37
Og blessað lognið
Það er búið að vera logn í allan dag!!!!! Grínlaust. Ég veit varla hvaðan á mig stendur veðrið enda stendur það bara alls ekki á mann úr neinni átt . Meira hef ég ekki um það mál að segja að svo stöddu heldur ætla að fara og fá mér bjór með Elsu af því að við steingleymdum að fá okkur bjór saman um helgina eða altsvo, ég sofnaði á mitt græna eyra fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldið þegar bjórdrykkja hafði verið plönuð. Skelfilegt kæruleysi það
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 09:44
Alveg brillíant
Allir dagar ættu að hefjast eins og dagurinn í dag. Vakna, sjá að úti er blíðulogn og dásamlegt vorveður. Fara út og taka góðan hjólatúr. Tók hringinn í Skorradal, það er upp hjá Syðstu Fossum yfir hjá stíflunni og út hinumegin. Einn og hálfur tími. Koma heim, sturta sig, borða morgunmat og hella upp á gott kaffi sem ég sit núna með fyrir framan tölvuna. Ef ég væri köttur þá malaði ég hástöfum akkúrat núna.
Það eina sem gæti toppað þetta væri að í stað hjólatúrsins færi ég út í fjárhús og eyddi deginum þar. Það kemur í næstu viku og til þess að það geti orðið að raunveruleika þá er best fyrir mig að hafa mig að verki og vinna.
Yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 21:49
Að sofa eða ekki sofa
Og ég held áfram að vakna um miðjar nætur. Í gær var það kl 5 og í morgun kl rúmlega 4. Ég fór út í göngutúr í gær en ákvað að fara ekki fet í morgun þar sem ég hafið lagt að baki umtalsvert marga kílómetra eftir vinnu í gær á hjóli í mígandi rigningu og talsverðum mótvindi. Annars held ég að það væri bara ekki svo vitlaust að notfæra sér þessi óvæntu minni svefnþörf til að gera ýmislegt sem ég annars ekki kemst yfir að gera. Ég hef hvort eða er alltaf verið að býsnast yfir þessum tíma sem maður eyðir í að sofa.
Annars er það helst í fréttum að sauðburður hófst hjá mér í dag og er þar með hálfnaður. Afrakstur dagsins ku vera hvítur hrútur og svarblesótt, sokkótt gimbur. Kollótt metfé að sjálfsögðu undan henni Botnu minni (a.k.a Gjöf) og sæðishrútnum Lykli. Nú svo við höldum okkur við fréttir af búfénaði þá er Litla Jörp öll að braggast, sárið nær gróið og hún að verða óhölt.
Annars dauðlangar mig í bjór en ísskápurinn er tómur, líklega verður að bruna í Borgarnes á morgun og kaupa inn eitt og annað sem skortir á þessu heimili.
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar