Færsluflokkur: Dægurmál
8.5.2008 | 21:49
Að sofa eða ekki sofa
Og ég held áfram að vakna um miðjar nætur. Í gær var það kl 5 og í morgun kl rúmlega 4. Ég fór út í göngutúr í gær en ákvað að fara ekki fet í morgun þar sem ég hafið lagt að baki umtalsvert marga kílómetra eftir vinnu í gær á hjóli í mígandi rigningu og talsverðum mótvindi. Annars held ég að það væri bara ekki svo vitlaust að notfæra sér þessi óvæntu minni svefnþörf til að gera ýmislegt sem ég annars ekki kemst yfir að gera. Ég hef hvort eða er alltaf verið að býsnast yfir þessum tíma sem maður eyðir í að sofa.
Annars er það helst í fréttum að sauðburður hófst hjá mér í dag og er þar með hálfnaður. Afrakstur dagsins ku vera hvítur hrútur og svarblesótt, sokkótt gimbur. Kollótt metfé að sjálfsögðu undan henni Botnu minni (a.k.a Gjöf) og sæðishrútnum Lykli. Nú svo við höldum okkur við fréttir af búfénaði þá er Litla Jörp öll að braggast, sárið nær gróið og hún að verða óhölt.
Annars dauðlangar mig í bjór en ísskápurinn er tómur, líklega verður að bruna í Borgarnes á morgun og kaupa inn eitt og annað sem skortir á þessu heimili.
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 19:59
finally gone mad
Í morgun fór ég endanlega yfirum. Allur þessi svefn síðustu helgar hefur heldur betur ruglað mig í rýminu enda er ég alls ekki vön að sofa meira en 6-7 tíma á nóttu.
Svo í morgun (nótt) vaknaði ég klukkan 4:30 stundvíslega. Glaðvaknaði algerlega úthvíld og útsofin. Uppfull af orku. Kíkti út um gluggann og sá að sólin var að koma upp og það sem meira var að úti var logn. Ég fékk þá snilldarhugmynd að fara út að hjóla, sem og ég gerði. Var komin út kl 5 og hjólaði upp í Skorradal. Frábært veður, alger friður og dásamlegur fuglasöngur. Kom heim rúmlega 6, fór í sturtu og hitaði mér gott kaffi, tók úr þvottavélinni sem ég setti í áður en ég fór af stað, setti í nýja, vaskaði upp óhreina leirtauið í vaskinum. Hafði tíma til að hlusta á útvarpið yfir kaffibolla númer 2, dreif mig svo í vinnuna.
Það merkilega er að ég er ennþá uppfull af þessari orku, búin að fara á hestbak og á eldavélini mallar chilli con carne a la ég sjálf sem ég ætla nú að éta með bestu lyst áður en ég finn upp á einhverju nýju að brasa því það veit sá sem allt veit að ég er aldeilis ekki orðin syfjuð.
"I think I have finally gone mad" múhahahahah
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2008 | 09:27
Gleði gleði
Ég sá þegar ég vaknaði í morgun að vetrinum (þurru köldu norðanrokinu) hafði verið skipt út fyrir vor (heldur hlýrra roki og rigningu). Lovely wether . Annars hefur einhver slæmska verið að hrjá mig síðan á föstudagskvöld. Það sem af er helgar hefur því einkennst af því að sofa mikið og vinna inn á milli. Náði 9 tímum í nótt sem telst mikið í mínum heimi, sérstaklega þegar tekið er tillit til 10 tímana nóttina áður. En eitthvað gagn hefur allur þessi svefn gert því ég er sæmilega spræk í dag og er meira að segja búin að hella mér upp á kaffi.
Annars þarf ég að fara að komast norður í sauðburð því rokinu og rigningunni hér fylgir alla jafna sól og sunnangola þar eða sem sagt. Alvöru vor!!!!!
Þrátt fyrir vorveðrið hef ég ákveðið að geysast í göngutúr því ég er orðin hundleið á að hanga innan fjögurra veggja þessarar íbúðarholu minnar. Ég á reyndar ekki regngalla því ég þrjóskast við og tel óeðlilegt að geta ekki skotist út í smá stund án regngalla þó að það rigni smá. Regngalli séu því ónauðsynleg fjárútlát. Vandamálið er að það rignir bara aldrei "smá" eða altsvo þá er smá rigning hér samsvarandi úrhelli á mínum uppeldisstöðvum.
Eins og þið sjáið þá er geðprýðin með eindæmum í dag enda stjórnast skap mitt mjög gjarnan að veðrinu sem útsýrir langvarandi geðvonsku og pirring.
Yfir og út úr vorinu á eyrinni
GEH
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 12:34
Eitthvað gott í sjónvarpinu ??????
Í gærkveldi var ég þreytt og slæpt og eiginlega bara hálf slöpp. Ég ákvað því að hafa það náðugt og sleppa Hvanndalsbræðrum á barnum þó að það sé nú vissulega ákaflega lélegt að láta ekki sjá sig í þetta einasta eina skipti sem eitthvað er um að vera á Hvanneyri. Ég poppaði, skreið upp í sófa og kveikti á sjónvarpinu. Hvílík mistök. Reyndar sé ég eftir á að auðvitað var það fásinna að búast við að eitthvað áhorfsvert væri í sjónvarpinu. Sennilega hef ég verið með hálfgerðu óráði. Ég sá því að tíma mínum væri betur varið í að sofa og skreið inn í rúm. Svaf í 10 tíma sem virðist ekki hafa dugað til því ég er ennþá jafn slöpp.
Yfir og út af eyrinni
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 00:18
Gleðilegt sumar
Koma heim og heita því að leggja aldrei upp á ný, segir í kvæðinu. En það er nú reyndar ekki als kostar rétt þó ég sé vissulega komin heim þá hef ég nú þegar heitið því að leggja fljótlega upp á ný. Er endurnærð eftir Londonfrí þar sem farið var í leikhús, góður matur borðaður og góður bjór drukkin. Veglegar sumargjafir keyptar handa sjálfri mér og við Fanney náðum meira að segja að sólbrenna ógurlega. Annar sumarglaðningur beið þó þegar heim var komið þar sem hún Litla-Jörp hafði náð að láta slasa sig svo þar bíður líklega veglegur reikningur frá dýralækni . Hún var þó svo ósköp þæg og góð meðan á meðferð stóð og viðkomandi dýralæknir stakk hana út eins og nálapúða klippti og spreyjaði með dyggir aðstoð Þorbjargar sem hafði séð sitt ráð óvænna og kallað á lækninn í fjarveru minni enda merin nánast þrífætt og það veit sá sem allt veit að þrífætt hross eru ekki til stórræðanna. Svo nú er Litla-Jörp komin í sjúkrahvíld sem verður notuð til að troða í hana heyi og fóðurbæti svo hún fái smá kjöt á beinin og verði full af orku þegar fóturinn verður orðin klár.
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2008 | 19:49
Frí, frí, frí, frí!!!!!!!!!!!!!!!
Nú er ég farin í frí og hef ekki hugsað mér að kveika á tölvu,skoða tölvupóst eða svara vinnusímtölum fyrr en í fyrsta lagi næsta mánudag. Það er eins gott að vorið sé komið í Lundúnaborg. Ég á reyndar eftir að pakka tannburstanum niður en það er nú fjótgert.
Adjö í bili
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 21:16
Time-out
Hin hefðbundni vorfiðringur hefur tekið sér bólfestu með tilheyrandi eirðarleysi. Ég veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Nema að ég veit þó að ég ætla að fara til London með Fanney. Það verður langþráð time-out. Vona að ég nái að kúpla mig inn aftur þegar ég kem til baka
yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 14:44
far- og furðu- fuglar
Mig minnir að eitthvert góðskáldið hafi líkt tímanum við vatnið. Nú ef svo er þá er flóð núna, stjórnlausar vorleysingar og tíminn bara æðir áfram. Ég sé að ég hef ekki bloggað í tæpar tvær vikur. Þessi tími bara hvarf út í buskann áður en ég náði að blikka auga. En nú er vorið að koma, það er rétt handan við hornið. Leyfir manni að fá smá nasasjón af sér annað slagið. Kíkir fyrir horn. Og einhvern daginn kemur að því að það kemur fyrir hornið og er þá komið til að vera. Þetta vita fuglarnir sem eru farnir að syngja kvölds og morgna. Þeir tínast hingað einn af öðrum, endur, gæsir, lóur og hrossagaukar. Því miður ekki spóar, hefði verð flott að enda setninguna á lóur og spóar. Spóinn kemur ekki fyrr en seinna í Apríl.
Þetta voru farfuglafréttir dagsins, sem ritaðar eru meðan ég bíð (Ó)þolinmóð eftir að tölvan mín malli í gegnum arfgerðir 4800 hrossa. Þetta er ekki alvega að gera sig. Furðufuglafréttir dagsins læt ég ósagðar. Þær eru ekki til opinberar birtingar
Yfir og út
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2008 | 09:57
Skattaprins
Í gærkveldi var ég búin að ákveða að sofa í 100 ár, eða amk. þangað til að prinsinn kæmi og vekti mig. Náði reyndar 10 tímum en klukkan 7:40 vaknaði ég alveg sjálf án þess að nokkur kæmi og vekti mig. Það er sko aldrei hægt að treysta á þessa prinsa
Svo verður víst ekki lengur umflúið að klára skattaskýrsluna. Og í framhaldi af því þá dettur mér í hug að menn eru gjarnan titlaðir skattakóngar. Ætli séu til skattaprinsar líka???
Yfir og út
GEH
P.S ég er ekki með óráði, svo það sé algerlega á hreinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2008 | 23:06
Enn af klappstýrum
Þetta var einn af þessum dögum þar sem valið virtist standa á milli þess að hágrenja eða bresta í tryllingslegan hlátur. Valdi hvorugan kostinn en greip þess í stað til skætings og hótfyndni sem notuð var jöfnum höndum. Með öðrum orðum; ég var feikn leiðinleg í dag. Hefði helst ekki átt að hafa samskipti við annað fólk. En það varð víst ekki umflúið eða öllu heldur, ég varð víst ekki umflúin.
Ég vil líka þakka Þorbjörgu fyrir veittan stuðning. Hún virðist vera sú eina sem hefur trú á mér í klappstýruhlutverkinu. Góð hugmynd hjá henni með búninginn. Auglýsi hér með eftir klappstýrubúningi fyrir lítinn pening, helst grænum. Stærð small. Má vera notaður, en ekki þó í öðrum tilgangi en til klappstjórnunar á kappleikjum.
adjö
GEH
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Hin mjög svo ört vaxandi barnahópur
Fjölskylda sem stækkar með veldisvexti
Aðrir ágætir
Nokkrar síður vina og kunningja - Aðallega Hvanneyringa
- Sigga Dóra
- Vigdís Garðars
- Kolla-n
- Sveitalubbinn úr Húnavatnssýslunni
- Larfurinn hann Óðinn
- Jón Gunnar
Fjölskyldubloggarar
Bloggsíður hina ýmsustu fjölskyldumeðlima
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Júlí 2009
- Mars 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar